Free UK Delivery
Hat Tech
Krakkahúfurnar okkar eru ekki bara fallegar. Þær eru líka leiðandi í snjallri hönnun. Við notum nýstárleg efni og heildræna hönnunarnálgun til að búa til húfur sem eru algjörlega einstakar. Húfur sem leysa vandann. Little Hotdog Watson húfur eru jafn-praktískar og þær eru flottar.
Við viljum ekki vera eins og allir aðrir. Við viljum vera betri. Því krakkarnir eiga það skilið.
Skoða krakkahúfur
Hitatemprun
Kemur í veg fyrir að litla fólkinu verði of heitt á höfðinu. Efnið aðlagast aðstæðum til að halda hitastigi barnanna passlegu.
- Ekki lengur sveitt hár undir húfunni eða hattinum
- Tækni sem er vottuð fyrir geimfara
- Mjúkt og þægilegt viðkomu
Sólarvörn
Snjöll hönnun sem ver unga húð fyrir skaðlegum útfjólubláum A- og B-geislum upp að stuðlinum 50+
- Vörn sem endist út líftíma vörunnar
- Allar húfurnar eru prófaðar samkvæmt breskum öryggisstöðlum
- Cub-, Adventurer- og Pioneer-hönnun veitir aukna vernd fyrir eyru og háls og uppfyllir BS8466-staðalinn.
Fyrirvari: Sólargeislar geta skaðað húðina. Húfurnar okkar vernda þau svæði sem þær þekja algjörlega, en að minna leyti þau svæði sem þær varpa bara skugga á. Verja ætti þau svæði á andliti og hálsi sem eru í skugga og önnur óvarin svæði líkamans með öflugri sólarvörn.
Mýfæla
Innbyggð „Buzz Off“ skordýravörn heldur bitmýinu í skefjum. Hjálpar til við að halda bitmýi frá andliti og hálsi.
- Ekkert DEET-efni, engin lykt
- Allt að 30 þvottar – eða samsvarandi sundlaugarferðir
- Hannaðar fyrir viðkvæma húð
Thinsulate
Thinsulate-fóðringin er mjúk, þægileg og hönnuð til að tryggja notalegheitin fyrir litla kolla.
Endurskin
Endurskin hér og þar í húfunni fær litlu stjörnurnar okkar til að skína. Nú er öruggara að fara saman í leiðangra í skammdegisrökkrinu.
Vatnsvörn
Vatnsvarið efni í Arctic Cub-vetrarhúfunum okkar heldur litlum ævintýragörpum þurrum.
Hágæðaefni
Better Cotton Initiative (BCI) 100% bómullin okkar er ofin í sólarknúinni verksmiðju.
Við framleiðum fíngert en þéttofið efni sem andar og er létt og þægilegt.
Prófun
Allar húfurnar okkar eru prófaðar samkvæmt ströngustu öryggisstöðlum í Bretlandi og Evrópu til að tryggja sem vandaðastar vörur fyrir smáfólkið.
Engin perflúorkolefni (PFC) eru notuð í vörum okkar.
Saga okkar
Frá árinu 2016 höfum við framleitt barnafatnað með gott siðferði að leiðarljósi, sem sameinar stíl og nýsköpun.
Markmið okkar er að framleiða bestu húfurnar. Einu húfurnar sem börnin þín munu þurfa. Nú þarf ekki lengur að kaupa margar lélegar húfur sem endast ekki eða líta ekki vel út. Bara eina frábæra húfu sem barnið elskar.